Umhverfismál

Akureyri á áfram að vera í fararbroddi í flokkun sorps og taka forystu í umhverfismálum á Íslandi. Áhersla skal vera á að eyða allri mengun í okkar nánasta umhverfi. VG Akureyri vill:

  • Akureyri verði sjálfbært og umhverfisvænt samfélag og hljóti vottanir sem slíkt
  • Ná kolefnishlutleysi árið 2040
  • Gera vistgerðarkort fyrir Akureyri
  • Gera umhverfisvísa, sem hægt er að mæla stöðugt og þær mælingar þarf að vakta
  • Minnka svifryk með betri gatnahreinsun, þróun í hálkuvörnum og fækkun nagladekkja
  • Flokkun verði aukin og fyrirtæki skylduð til flokkunar úrgangs
  • Draga úr sóun og að plastnotkun verði minnkuð með öllum ráðum
  • Planta runnum, trjám og öðrum sjálfbærum gróðri í meira Bæta aðgengi og aðbúnað á grænum svæðum og gönguleiðum
  • Bjóða íbúum að planta í græna treflinum til kolefnisjöfnunar heimila
  • Bjóða íbúum að taka græn svæði í fóstur