Skipulag & Samgöngur

Skipulag þarf að vera á forsendum alhliða heilsueflingar, bæði líkamlegrar og andlegrar, auk þess að hámarka loftgæði. Samgöngukerfi bæjarins skal vera þróað og þjónustað til að styðja bíllausan lífstíl og hvetja til hreyfingar. VG Akureyri vill:

  • Efla og bæta almenningssamgöngur innan bæjar og til bæjarins í lofti, láði og legi
  • Útvíkka og efla strætókerfið og tryggja aðgengi allra að því
  • Auðvelda börnum að nota strætó með því að hafa leiðbeinendur í vögnunum seinni part dags, þeim til aðstoðar
  • Bæta almenningssamgöngur við eyjabyggðir Akureyrar
  • Fylgja eftir skipulagsstefnu um þéttingu byggðar
  • Viðhaldsátak á gangstígum og hjólaleiðum ásamt því að klára tengingar á öllum leiðum
  • Ráðast í löngu tímabæra byggingu samgöngumiðstöðvar miðsvæðis í bænum
  • Efla Akureyrarflugvöll bæði sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll og sjálfstæðan millilandaflugvöll