Menning & Listir

Aðstaða til að íbúar geti stundað menningu og listir glæðir sveitarfélögin lífi og gerir þau eftirsóknarverð til búsetu og heimsókna. Hugsa þarf listir og menningarstarf sem heild og auka stuðning við sköpun í grasrótinni og við sjálfsprottið starf. VG Akureyri vill:

  • Miða áherslur úthlutunarsjóða minna að markaðssetningu og gefa svigrúm til launagreiðslna til listafólks
  • Auka kennslu og miðlun verk-og listgreina og sköpunar í skólastarfi
  • Efla fjölbreytilegt nám og tómstundir tengd listum og menningu fyrir alla aldurshópa enda getur sköpun verið góð leið til tengslamyndunar og geðheilsueflingar
  • Leggja áherslu á skapandi störf í vinnuskóla og öðrum sumarstörfum á vegum bæjarins
  • Styðja við uppbyggingu listnáms á háskólastigi
  • Gera ráð fyrir að greiða listafólki fyrir afnot af listsköpun. Hægt væri að stofna sjóð til þess sem allar stofnanir gætu nýtt