Lýðheilsa & Forvarnir

Góð heilsa er það dýrmætasta sem hver manneskja á og sveitarfélög hafa bæði samfélagslegan og fjárhagslegan ávinning af því að styðja og hvetja íbúa til heilbrigðs lífs. Fræðsla og góðar fyrirmyndir eru öflugustu forvarnirnar. VG Akureyri vill:

  • Leggja áherslu á geðheilsurækt því sá hluti heilsueflingar hefur verið vanræktur of lengi
  • Efla forvarnir gegn vímuefnaneyslu og bæta stuðning við vímuefnaneytendur og aðstandendur þeirra
  • Fylgja ráðleggingum landlæknisembættisins við endurskoðun forvarnarstefnu Akureyrarbæjar
  • Standa vörð um starfsemi frjálsra félagasamtaka sem sinna þjónustu og stuðningi af fagmennsku. Styðja skal við starfsemi þeirra á fjölbreyttan hátt og sýna þakklæti því ómælda sjálfboðna starfi sem sinnt er af hugsjónafólki
  • Tengja tómstundastarf barna betur við skólastarf og almenningssamgöngur
  • Bjóða upp á skipulagða leiki á opnum svæðum bæjarins
  • Stytta vinnuvikuna með því að auka framboð hlutastarfa og innleiða sveigjanlegan vinnutíma. Mikilvægt er að dagvinnulaun dugi vel til framfærslu
  • Að atvinnuleitendur og eldri borgarar fái frítt í sund
  • Bjóða starfsfólki Akureyrarbæjar að gera samgöngusamninga