Fjárfesting & Uppbygging

Mikilvægt er að setja þak á fjárfestingar sveitarfélagsins og áfangaskipta framkvæmdum ef þarf. Allri uppbyggingu og fjárfestingum þarf að stýra af fyrirhyggju og vandaðri áætlanagerð, þar sem áhersla er á ítarlega kostnaðargreiningu áður en til framkvæmda kemur

  • Miðum við einn milljarð króna á ári í framkvæmdir (á núvirði)
  • Leggjum áherslu á viðhald eigna og niðurgreiðslu skulda
  • Byggjum samgöngumiðstöð
  • Byggjum nauðsynleg mannvirki fyrir ólík skólastig í hverfunum
  • Byggjum göngu- og hjólastíga net um bæinn sem tengist nærliggjandi sveitarfélögum
  • Byggjum 50 metra keppnis- og skólasundlaug í Naustahverfi
  • Tryggjum byggingu bílastæðahúsa í miðbænum
  • Byggjum upp í takti við gildandi miðbæjarskipulag