Barnafjölskyldur

Ekkert barn á að alast upp við fátækt. Hvert samfélag sem hlúir vel að börnum og fjölskyldum þeirra er gott samfélag. Að hlúa að hverju barni er fjárfesting til framtíðar. Því leggjum við höfuðáherslu á að samfélög séu barnvæn, þar sem öllum börnum eru tryggð þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra, uppruna eða bakgrunns. VG Akureyri vill:

  • Taka mið af ákvæðum barnasáttmála SÞ við alla stefnumótun og ákvarðanatöku
  • Tryggja aðgengi að leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi, samhliða lengingu fæðingarorlofs í a.m.k 12 mánuði.
  • Stofna til sérstakrar stöðu fulltrúa sem gætir hagsmuna barna