Garðabær

G-listi, Garðabæjarlistinn

1. Sara Dögg Svanhildardóttir, stjórnandi
2. Ingvar Arnarson, framhaldsskólakennari
3. Harpa Þorsteinsdóttir, lýðheilsufræðingur
4. Halldór Jörgensson, tölvunarfræðingur
5. Valborg Ösp Á Warén, stjórnmálafræðingur
6. Guðjón Pétur Lýðsson, knattspyrnumaður
7. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, málfræðingur
8. Baldur Svavarsson, arkitekt
9. Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsráðgjafi
10. Hannes Ingi Geirsson, grunnskólakennari
11. Anna Guðrún Hugadóttir, frv. starfs- og námsráðgjafi
12. Guðlaugur Kristmundsson, verkefnisstjóri
13. Guðrún Elín Herbertsdóttir, viðskiptafræðingur/bæjarfulltrúi
14. Tómas Viðar Sverrisson, læknanemi
15. Sólveig Guðrún Geirsdóttir, starfsmaður í félagsmiðstöð
16. Dagur Snær Stefánsson, handboltamaður
17. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi skólastjóri tónlistarskólans á Álftanesi
18. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur
19. Fanney Hanna Valgarðsdóttir, þroskaþjálfi
20. Snævar Sigurðsson, erfðafræðingur
21. Erna Aradóttir, fyrrverandi leikskólastjóri
22. Steinþór Einarsson, bæjarfulltrúi

Vinstrihreyfingin  – grænt framboð tekur þátt í blönduðu framboði Garðabæjarlistans, í Garðabæ. Listinn er skipaður öflugu og áhugasömu fólk úr öllum áttum með sterka sýn á frelsi, lýðræði og ekki síst mennsku.

Eitt af markmiðum framboðsins er að virkja lýðræðið og auka gagnsæi. Við ætlum að ná því fram með að taka þátt á hinu pólitíska sviði og bjóða fram valkost sem samanstendur af einstaklingum sem brennur fyrir að gera Garðabæ að enn betra samfélagi. Við lifum á 21. öld og viljum koma stjórnsýslunni og þjónustunni þangað.

Hafa samband við Garðabæjarlistann
Tölvupóstur
Facebook
Twitter
Instagram